Font Size

Profile

Cpanel
bk6.jpg

Skólabúðirnar í Reykjaskóla | Hrútafirði [500 Stað] | Sími: 4510000 / 6992270 | Fax: 4510002 | skolabudir[@]skolabudir.is | karl[@]skolabudir.is

Sumarfrí

sumarmynd 001Núna eru Skólabúðirnar í sumarfríi en fyrstu skólarnir á næsta skólaári koma til okkar 24. ágúst. Það eru skólar frá Vestfjörðum sem koma fyrstir eins og undanfarin ár og síðan rekur þetta sig viku til viku allt fram að jólafríi. Starfsemin hefst aftur í byrjun janúar og fullbókað er hjá okkur allt næsta skólaár. Engar mannabreytingar verða við Skólabúðirnar nema bætt verður við einum starfsmanni í haust. Það er alltaf tilhlökkunefni að byrja aftur en fram að því ætlum við að njóta sumarsins og vonum að þið gerið það líka. Gleðilegt sumar!

Gleðilegt nýtt ár

image005Nú er starfið að fara af stað eftir jólafrí og eru það Foldaskóli, Hamraskóli og Húsaskóli sem koma mánudaginn 12 janúar. Af gefnu tilefni viljum við ítreka að dvalargjaldið í vetur er kr. 25.000 fyrir hvern nemanda. Nú þegar eru skólar farnir að sækja um fyrir næsta skólaár 2015 – 2016 en við munum senda umsóknareyðublöð í byrjun febrúar til allra skóla sem dvalið hafa hjá okkur undanfarin ár. Það er ljóst að ekki munu allir komast að eða fá sinn óskatíma og því gildir bara gamla góða reglan  „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Við óskum öllum nemendum, kennurun og fylgdarfólki sem dvalið hafa hjá okkur gleðilegs árs og gæfu á nýju ári. Einnig sendum við okkar bestu nýjárskveðjur til skólastjórnenda, sem verið hafa í samskiptum við okkur á liðnum árum.

Jólafrí

jolin14 - ConvertedNú erum við komin í jólafrí og haustið hefur verið viðburðarríkt og skemmtilegt. Það eru komin ný umsóknarblöð á heimasíðuna okkar fyrir næsta skólaár 2015 – 2016. Við viljum biðja skólastjórnendur að senda okkur umsóknir eins fljótt og auðið er. Við munum síðan senda öllum skólum póst í lok janúar þar sem við minnum á umsóknirnar en það er ljóst að gamla viðkvæðið „fyrstur kemur fyrstur fær“ mun verða við líði áfram. Við viljum líka segja ykkur að með aukinni aðsókn til okkar þá verður alltaf erfiðara að koma öllum að og verða við óskum allra um dvalartíma. Við óskum öllum nemendum, kennurum og fylgdarfólki sem dvalið hafa hjá okkur gleðilegra jóla með ósk um farsæld á nýju ári.

Starfið fer vel af stað

kalli1415Starfið í Skólabúðunum fer vel af stað. Ferðin að Bjargi í Miðfirði á fæðingarstað Grettirs "sterka" Ásmundssonar hefur mælst vel fyrir. Þar er nemendum sögð sagan og þau fá innsýn í starf bóndans á Bjargi. Við erum mjög ánægð með viðbrögð nemenda og kennara á heimsókninni að Bjargi. Aðrir dagskrárliðir eru að mestu óbreyttir en nú er samkennsla í náttúrufræði og stöðvaleik þar sem nemendur fá fræðslu um fjöruna og Reykjatangann, þ.e. um Héraðsskólann, hersetuna, heita vatnið og margt fleira. Þessi fræðsla fer fram bæði inni og úti eins og heimsóknin að Bjargi. Við hvetjum því nemendur að taka með sér hlý föt og stígvél (ef til eru) þar sem útikennsla er hluti að dagskránni hér. Við búum á Íslandi, þar sem allra veðra er von og því er góður og hlýr fatnaður nauðsynlegur í Skólabúðunum.

Facebook